Innskráning í Karellen
news

Sumardagar á Yl

15. 06. 2023

Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur þessa dagana hér í Reykjahlíð.

Við höfum nýtt veðrið til hins ýtrasta við allskonar leiki og skemmtun útivið.
Í gær var sulludagur, við settum upp úðara og sullustöðvar og fundum líka bátabrautina okkar.

Í dag var svo hjóladagur. Lögreglan kom og skoðaði hjólin okkar og við fengum öll límmiða. Svo fór hún yfir öryggisreglur með okkur og sýndi okkur afhverju við þurfum alltaf að vera með hjálm þegar við erum úti að hjóla. Skemmtileg og góð fræðsla frá lögreglunni.

Myndir eru á Karellen. :)

© 2016 - 2023 Karellen