Innskráning í Karellen
news

Útskrift og vorhátíð

02. 06. 2023

Í gær þann 1. júní stóð foreldrafélagið fyrir vorhátíð leikskólans, elstu nemendur leikskólans "Meistarar" voru einnig útskrifaðir.

Dagurinn var frábær í alla staði og við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir skemmtilegan dag. Foreldrafélagið gaf leikskólanum 6 hjól sem eiga svo sannarlega eftir að nýtast okkur vel. Veðrið lék við okkur og stemmingin var gríðarlega góð.
Boðið var uppá hestaferð, hoppukastala og andlitsmálningu sem vakti svo sannarlega mikla athygli.

Það er óhætt að segja að allir hafi farið glaðir heim í lok dags, bæði nemendur og fullorðnir.

Við þökkum "Meisturum" fyrir samfylgdina síðustu ár og hlökkum til að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum.

Við vonum að þið njótið sumarsins, megi það vera stútfullt af gleði, hlátri og góðum minningum.


Bestu kveðjur, starfsfólk Leikskólns Yls

© 2016 - 2023 Karellen