Innskráning í Karellen
news

Við auglýsum eftir starfsfólki!

04. 05. 2023

Við á leikskólanum Yl óskum eftir starfsfólki.

Leikskólakennarar og leikskólaliði óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 60-100% störf frá 1. ágúst 2023.

Leikskólakennara í 100 %
Leikskólakennara í 100 % (til afleysinga í 1. ár)
Leikskólaliða í 60-100 %

Við leitum af starfsfólki sem

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum
  • Er lausnamiðað og vill taka þátt i samstarfi og teymisvinnu
  • Hefur reynslu/menntun af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum

Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskipum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu sendast á netfangið anna@reykjahlidarskoli.is Með umsókn skal fylgja greinagóð ferilskrá, kynningarbréf og meðmælendur.
Húsnæði stendur til boða.

Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir, anna@reykjahlidarskoli.is og í síma 464-4375. Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://ylur.leikskolinn.is/

© 2016 - 2024 Karellen