Innskráning í Karellen

Velkomin í leikskólann Yl. Leikskólinn Ylur opnaði 2. nóvember 1976. Hann var staðsettur að Hlíðavegi 6 í gömlum barnaskóla sem var að nokkru leiti aðlagaður að starfsemi leikskólans. Árið 2015 var ljóst að stækka yrði leikskólann til að svara eftirspurnum eftir leikskólaplássi og var sú ákvörðun tekin að flytja hann upp í Reykjahlíðarskóla. Í fyrstu fluttist helmingur barnanna í tvær kennslustofur sem leikskólinn fékk afnot af á meðan á framkvæmdum stóð. Smíðastofa grunnskólans sem staðsett var í norðurenda hússins var innréttuð fyrir leikskólann auk þess sem sveitarfélagið keypti staka kennslustofu sem tengd var við stofuna með tengibyggingu. Eftir sumarlokun 2016 opnaði leikskólinn svo allur á nýjum stað. Fljótt varð ljóst að þörf var á enn stærra húsnæði. Haustið 2019 var lögð lokahönd á stækkun leikskólans og fluttist leikskólinn allur alfarið í nýtt og endurbætt húsnæði um miðjan október.

© 2016 - 2023 Karellen