Innskráning í Karellen

Reglur um innritun má sjá hér: Reglur um innritun í leikskólann yl.docx


Veikindi

Leikskólar eru ætlaðir frískum börnum sem eru tilbúin til að takast á við störf dagsins. Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa. Þegar barnið kemur aftur í leikskólann eftir veikindi á það að vera tilbúið til að taka þátt í öllu starfi leikskólans jafnt úti sem inni. Í undantekningatilvikum getur barnið fengið að vera inni 1-2 daga. Með undantekningatilvikum er átt við langvarandi eða síendurtekin veikindi. Í óvissu tilfellum er gott að hringja og ræða við starfsfólk um þessar reglur. Sjálfsagt er að barnið fari síðast út og komi fyrst inn, þannig að útiveran er mjög stutt, fyrstu dagana eftir veikindi. Vinsamlegast látið vita fyrir kl 9:30 ef barn dvelur heima vegna veikinda eða frítöku.

Lyf

Ekki er æskilegt að foreldrar komi með lyf fyrir börnin í leikskólann. Ef börn þurfa nauðsynlega lyfjagjöf á leikskólatíma vegna veikinda verða foreldrar að framvísa læknisvottorði.

Komur og brottfarir

Ávallt skal látið vita um komu barns í leikskóla og brottför þess. Foreldrar eru beðnir að láta vita ef einhver ókunnugur sækir eða kemur með barnið í leikskólann, en viðkomandi þarf að vera a.m.k. 12 ára.

Mikilvægt er að foreldrar virði dagskrá leikskólans eftir bestu getu, sérstaklega eru matar- og hvíldartímar viðkvæmir og getur reynst erfitt fyrir barnið að mæta á þeim tímum, erfiðara er þá fyrir starfsfólk að gefa sér tíma til að taka vel á móti barni. Börnin eru alltaf velkomin í leikskólann en gott er að láta okkur vita ef að barn mætir á öðrum tíma en venjulega svo að við getum tekið sem best á móti barninu.


Barnavernd

Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80 síðan 2002 er leikskólastjórum og kennurum skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu ekki viðunandi. Tilkynningarskylda gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu.

© 2016 - 2024 Karellen