Innskráning í Karellen

Aðlögun er sá tími sem nýtt barn kynnist starfsfólki, börnum og húsnæði leikskólans. Aðlögun er ekki einungis aðlögun barnsins, heldur einnig tími fyrir foreldra og starfsfólk til að kynnast og virða fyrir sér uppeldisaðferðir í sameiningu, heima og í leikskólanum.

Leikskólinn Ylur er með þátttökuaðlögun, sú aðlögun byggist á þeirri hugmyndafræði að ekki er verið að venja barnið við að skilið eftir í leikskólanum, heldur það að læra að vera í nýjum aðstæðum. Jafnfratmt byggist það á því að foreldrar smiti eigin öryggiskennd og forvitni í nýjum aðstæðum til barna sinna. Með þátttökuaðlögun eru foreldrarþátttakendur frá fyrsta degi barnsins í leikskólanum. Með því hafa þeir tækifæri á að kynnast dagskipulaginu, starfsfólkinu og því námi sem fram fer í leikskólanum. Þannig geta foreldrar öðlast öryggi sem gefur börnunum mjög sterk skilaboð að leikskólinn sé öruggur staður til að vera á.


Hér má finna bækling um aðlögun leikskólans

þátttökuaðlögun

© 2016 - 2024 Karellen